Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 13:00 Íbúa á höfuðborgarsvæðinu dreymir eflaust marga um sólbað á hvítri strönd og tæran, bláan sjó um þessar mundir. Vísir/Getty Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“ Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Sjá meira
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“
Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Sjá meira
Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53
Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00
Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35