Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við hina árlegu mótmælagöngu þjóðarinnar gegn Bandaríkjunum. Talið er að þetta þýði að samband N-Kóreu og Bandaríkjanna hafi skánað síðan leiðtogar þjóðanna hittust í Singapúr á dögunum.
Sjá einnig: Norður-kóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt
Mótmælagangan er vanalega haldinn hvert ár í lok júlí á almennum frídegi Norður Kóreu, „Dags Sigurs Föðurlandsins.“ Markmið göngunnar er að mótmæla heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.
Í fyrra gengu 100.000 manns í mótmælaskyni og var gangan haldin á Kim Il Sung torgi í höfuðborg Norður Kóreu, Pyongyang.
Talið er að áróður stjórnvalda Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum hafi minnkað töluvert eftir leiðtogafundinn í Singapúr.
42 mínútna fréttaútskýring varðandi hitting Trumps og Kim Jong Un var sýnd á ríkissjónvarpstöðinni og er talið að þá hafi margir Norður Kóreumenn séð andlit Trumps í fyrsta skipti á ævinni.
