Innlent

Ferðamenn í hættu á Fimmvörðuhálsi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Fimmvörðuhálsi.
Frá Fimmvörðuhálsi. Vísir
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt vegna tveggja ferðamanna sem halda til í tjaldi á Fimmvörðuhálsi. Á sjötta tímanum í morgun var óskað eftir göngufólki af höfuðborgarsvæðinu og verður það flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að ferðamennirnir séu orðnir blautir og kaldir. Mikill vindur og úrkoma hefur verið á svæðinu í nótt og gengur nú á með slydduéljum, en veður fer þó batnandi.

Björgunarsveitafólk er sagt vera komið upp á Fimmvörðuháls og mun það halda á svæðið þar sem talið er að ferðamennirnir séu niðurkomnir. Þeir eru sagðir vera á vélsleðum en ekki fylgir sögunni hvers vegna þeir geta ekki nýtt sér farartækin til að koma sér niður af hálsinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×