Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 13:22 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að arftaki Gylfa Arnbjörnssonar verði að búa yfir miklum sameiningarmætti til þess að lægja öldurnar í Alþýðusambandi Íslands. Það verði að sameina sjónarmið ólíkra fylkinga og stilla til friðar. Fjölmargir hafa hvatt Drífu til að bjóða sig fram til forseta á ASÍ þingi í haust. Aðspurð segir Drífa að það verði ekki skýrt fyrr en í haust hver fari með umboð félagsmanna og að hún ætli sér að rýna í stöðuna þegar nær dregur. Það komi ekki í ljóst hvort hún bjóði fram krafta sína fyrr en undir lok sumars. „Ég er búin að lofa að hugsa það og mér finnst bara ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en í haust,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu.Forysta ASÍ gagnrýnd Mikil ólga hefur ríkt innan Alþýðusambandsins síðustu mánuði en nokkrir forystumenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt fráfarandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson hefur margsinnis lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór og aðrir sem hafa komið nýir inn í hreyfinguna hafi talað fyrir daufum eyrum forystunnar. Stéttarfélagið VR, sem Ragnar Þór fer fyrir, hefur lýst því yfir að félagið beri ekki traust til Gylfa og þá hefur Framsýn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það var síðast í gær sem Ragnar Þór og Sólveig Anna Jónsdóttir lýstu því yfir að þau hygðust sniðganga alla miðstjórnarfundi ASÍ fram að þingi sem fer fram í haust. Ragnar og Sólveig eru áheyrnarfulltrúar í miðstjórn og hafa rétt til þess að bera fram tillögur en mega ekki greiða atkvæði. Þau segja að tillögur sínar hafi ekki fengið efnislega meðferð og tillögu þeirra að taka úr birtingu umdeildar auglýsingar ASÍ hafi verið vísað frá að tilstuðlan Sigurðar Bessasonar, fyrrverandi formanni Eflingar stéttarfélags.Það eru breytingar í vændum innan ASÍ.Mynd/samsettEgóið verði lagt til hliðar Fjölmargir binda vonir sínar við að Drífa verði næsti forseti ASÍ. „Mér finnst það náttúrulega bara alveg æðislegt og gott að finna það að fólk hafi áhuga á því að ég fari fram en næsti forseti verður að hafa möguleika til þess að ná að sameina sem flesta og þá þarf að leggja eigið egó til hliðar og leggja kalt mat á það hver það gæti verið og það verður gert í haust.“ Aðspurð hvort hún sé ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, segir Drífa að hún hafi ekki metið það.Óvissutímabil í verkalýðshreyfingunni En hvað finnst Drífu um þessar deilur sem hafa ríkt innan sambandsins undanfarna mánuði?„Já, það hefur verið það og því miður hefur hún verið á persónulegum nótum, sem er verra. Ef maður rýnir í hugmyndafræðina þá held ég að fólk sé ekkert langt frá hvort öðru í hugmyndafræði, til dæmis í kröfum gagnvart stjórnvöldum og þeim kröfum sem eru fyrir framan okkur. Ég vonast til þess að í haust nái fólk að ræða sig niður á einhverja skynsama hugmyndafræði en það er náttúrulega þannig að það verður ekki skýrt hver fer með umboðið fyrr en í haust. Þetta er óvissutímabil sem verkalýðshreyfingin verður að þola fram að því.“ Aðspurð hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Gylfa að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa segist Drífa sýna því skilning að hann hafi komist að þessari niðurstöðu. „Ég skil það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Það hefur náttúrulega verið kallað eftir endurnýjun þannig að mér fannst þetta rökrétt.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður, tók einnig við Drífu. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að arftaki Gylfa Arnbjörnssonar verði að búa yfir miklum sameiningarmætti til þess að lægja öldurnar í Alþýðusambandi Íslands. Það verði að sameina sjónarmið ólíkra fylkinga og stilla til friðar. Fjölmargir hafa hvatt Drífu til að bjóða sig fram til forseta á ASÍ þingi í haust. Aðspurð segir Drífa að það verði ekki skýrt fyrr en í haust hver fari með umboð félagsmanna og að hún ætli sér að rýna í stöðuna þegar nær dregur. Það komi ekki í ljóst hvort hún bjóði fram krafta sína fyrr en undir lok sumars. „Ég er búin að lofa að hugsa það og mér finnst bara ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en í haust,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu.Forysta ASÍ gagnrýnd Mikil ólga hefur ríkt innan Alþýðusambandsins síðustu mánuði en nokkrir forystumenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt fráfarandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson hefur margsinnis lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór og aðrir sem hafa komið nýir inn í hreyfinguna hafi talað fyrir daufum eyrum forystunnar. Stéttarfélagið VR, sem Ragnar Þór fer fyrir, hefur lýst því yfir að félagið beri ekki traust til Gylfa og þá hefur Framsýn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það var síðast í gær sem Ragnar Þór og Sólveig Anna Jónsdóttir lýstu því yfir að þau hygðust sniðganga alla miðstjórnarfundi ASÍ fram að þingi sem fer fram í haust. Ragnar og Sólveig eru áheyrnarfulltrúar í miðstjórn og hafa rétt til þess að bera fram tillögur en mega ekki greiða atkvæði. Þau segja að tillögur sínar hafi ekki fengið efnislega meðferð og tillögu þeirra að taka úr birtingu umdeildar auglýsingar ASÍ hafi verið vísað frá að tilstuðlan Sigurðar Bessasonar, fyrrverandi formanni Eflingar stéttarfélags.Það eru breytingar í vændum innan ASÍ.Mynd/samsettEgóið verði lagt til hliðar Fjölmargir binda vonir sínar við að Drífa verði næsti forseti ASÍ. „Mér finnst það náttúrulega bara alveg æðislegt og gott að finna það að fólk hafi áhuga á því að ég fari fram en næsti forseti verður að hafa möguleika til þess að ná að sameina sem flesta og þá þarf að leggja eigið egó til hliðar og leggja kalt mat á það hver það gæti verið og það verður gert í haust.“ Aðspurð hvort hún sé ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, segir Drífa að hún hafi ekki metið það.Óvissutímabil í verkalýðshreyfingunni En hvað finnst Drífu um þessar deilur sem hafa ríkt innan sambandsins undanfarna mánuði?„Já, það hefur verið það og því miður hefur hún verið á persónulegum nótum, sem er verra. Ef maður rýnir í hugmyndafræðina þá held ég að fólk sé ekkert langt frá hvort öðru í hugmyndafræði, til dæmis í kröfum gagnvart stjórnvöldum og þeim kröfum sem eru fyrir framan okkur. Ég vonast til þess að í haust nái fólk að ræða sig niður á einhverja skynsama hugmyndafræði en það er náttúrulega þannig að það verður ekki skýrt hver fer með umboðið fyrr en í haust. Þetta er óvissutímabil sem verkalýðshreyfingin verður að þola fram að því.“ Aðspurð hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Gylfa að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa segist Drífa sýna því skilning að hann hafi komist að þessari niðurstöðu. „Ég skil það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Það hefur náttúrulega verið kallað eftir endurnýjun þannig að mér fannst þetta rökrétt.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður, tók einnig við Drífu.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent