Tveir kafarar fylgja hverjum dreng í kapphlaupi við rigninguna Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 10:13 Kafarar sérsveitar taílenska sjóhersins birtu þessa mynd af sér áður en þeir héldu niður í hellinn. Vísir/EPA Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018 Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira