Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2018 13:00 Klukkan fjögur í dag er gert ráð fyrir ellefu stiga hita, skýjuðu veðri og fimm metrum á sekúndu. Veður.is Starfsmenn PFAFF á Grensásvegi eru heldur ánægðir með yfirmenn sína þessa stundina. Tölvupóstur barst í morgun þar sem tilkynnt var að versluninni yrði lokað vegna góðrar veðurspár. Laufey Jónsdóttir, sem starfar í bókhaldi og innheimtu hjá ljósafyrirtækinu, var í skýjunum að eiga bara þrjá tíma eftir af starfsdeginum. Honum lýkur í dag klukkan 15 en allajafna er verslunin opin til sex. „Ég ætla að fara heim og beint út á svalir,“ segir Laufey aðspurð hvort stefnan sé sett á Nauthólsvík sökum spárinnar.Lokað verður hjá PFAFF á Grensásvegi í dag vegna góðrar veðurspár.PFAFFEn hver er spáin? Jú, á Veðurstofu Íslands er talað um í kringum tíu stiga hita, vind upp á 5 m/s og sól sem gægist á milli skýjanna öðru hvoru. Seint talin bongóblíða en í ljósi sólarleysis í höfuðborginni undanfarna daga og vikur er um ágætisveður að ræða. „Erum við ekki með góða yfirmenn? Það eru allir mjög ánægðir. Ég var innt eftir því þegar ég mætti hvort ég væri ekki búin að skoða póstinn minn. Ég hafði farið í önnur verkefni. En þá var það útaf þessum gleðitíðindum.“ Hún segir framkvæmdastjórann hafa ákveðið sólarfríið og forstjórinn tekið heilshugar undir, en þau eru feðgin hjá fjölskyldufyrirtækinu eins og Laufey kemst að orði. Hún segir fyrirtækið hafa sýnt mikinn skilning í kringum leiki Íslands á HM í fótbolta í júní og lokað búðinni snemma. Veður Tengdar fréttir Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22 Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Starfsmenn PFAFF á Grensásvegi eru heldur ánægðir með yfirmenn sína þessa stundina. Tölvupóstur barst í morgun þar sem tilkynnt var að versluninni yrði lokað vegna góðrar veðurspár. Laufey Jónsdóttir, sem starfar í bókhaldi og innheimtu hjá ljósafyrirtækinu, var í skýjunum að eiga bara þrjá tíma eftir af starfsdeginum. Honum lýkur í dag klukkan 15 en allajafna er verslunin opin til sex. „Ég ætla að fara heim og beint út á svalir,“ segir Laufey aðspurð hvort stefnan sé sett á Nauthólsvík sökum spárinnar.Lokað verður hjá PFAFF á Grensásvegi í dag vegna góðrar veðurspár.PFAFFEn hver er spáin? Jú, á Veðurstofu Íslands er talað um í kringum tíu stiga hita, vind upp á 5 m/s og sól sem gægist á milli skýjanna öðru hvoru. Seint talin bongóblíða en í ljósi sólarleysis í höfuðborginni undanfarna daga og vikur er um ágætisveður að ræða. „Erum við ekki með góða yfirmenn? Það eru allir mjög ánægðir. Ég var innt eftir því þegar ég mætti hvort ég væri ekki búin að skoða póstinn minn. Ég hafði farið í önnur verkefni. En þá var það útaf þessum gleðitíðindum.“ Hún segir framkvæmdastjórann hafa ákveðið sólarfríið og forstjórinn tekið heilshugar undir, en þau eru feðgin hjá fjölskyldufyrirtækinu eins og Laufey kemst að orði. Hún segir fyrirtækið hafa sýnt mikinn skilning í kringum leiki Íslands á HM í fótbolta í júní og lokað búðinni snemma.
Veður Tengdar fréttir Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22 Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22
Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50