Fundi samninganefndar ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara er lokið í bili og hefur verið frestað til klukkan þrjú í dag. Fundurinn hófst klukkan tíu í dag og lauk núna rétt fyrir hádegi. Samkvæmt heimildum Vísis miðar samningaviðræðum vel áfram.
Hundruð mættu á samstöðu- og mótmælafund fyrir utan Borgartún 21 á meðan fundinum stóð. Er þetta fjölmennasti fundurinn til stuðnings ljósmæðrum síðan kjaradeila þeirra hófst. Á meðal þeirra sem ávörpuðu hópinn á fundinum voru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Rut Guðmundsdóttir ljósmóðir, Eva Huld Ívarsdóttir lögfræðingur og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir.

