Innlent

Sóttu hrakta og blauta ferðalanga við Heklu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikið hefur rignt á svæðinu þar sem mennirnir voru á ferð.
Mikið hefur rignt á svæðinu þar sem mennirnir voru á ferð. Mynd/Landsbjörg
Mennirnir sem óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita á Heklu eru nú á leið til byggða í fylgd flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.

Greiðlega gekk að finna menninna þar sem hægt var að staðsetja þá gróflega meða hjálp farsíma. Voru þeir orðnir kaldir og hraktir eftir vosbúð þar sem mikið rigndi á svæðinu en mennirnir höfðu lent í vandræðum með tjald sitt.

Þá tókst björgunarsveitarmönnum að hífa upp konuna sem féll í sprunguna í Búrfellsgjá í Heiðmörk fyrr í kvöld. Konan var slösuð en gat þó gengið sjálf að sjúkrabílnum í fylgd sjúkraflutningamanna. Björgunarsveitarfólkið sem fór á vettvang er nú á leiðinni til síns heima.

Frá aðgerðum í Heiðmörk.Mynd/Landsbjörg

Tengdar fréttir

Kona féll í sprungu í Heiðmörk

Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld voru þrjár björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna konu sem hafði fallið í sprungu í Búrfellsgjá við Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×