Eric Dier átti ekki að taka fimmtu vítaspyrnu Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 11:30 Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate fagnar Eric Dier eftir leikinn. Vísir/Getty Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Eric Dier tryggði enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi í gærkvöldi en nú er komið í ljós að miðjumaðurinn átti aldrei að taka þessa fimmtu vítaspyrnu liðsins. Jamie Vardy kom inná sem varamaður í leiknum og það var framherji Leicester liðsins sem átti að taka fimmtu spyrnu enska liðsins á eftir þeim Harry Kane, Marcus Rashford, Jordan Henderson og Kieran Trippier. Vardy tognaði hinsvegar á nára í leiknum og gat því ekki tekið spyrnuna mikilvægu. Það verkefni var því sett á herðar Tottenham-leikmannsins. Dier er 24 ára gamall og var að spila sinn 29. landsleik.It's been revealed that Jamie Vardy was meant to take England's fifth penalty but couldn't due to injury... So Eric Dier stepped up to take on the responsibility! pic.twitter.com/1M5m2Jrlu1 — Soccer AM (@SoccerAM) July 4, 2018 Eric Dier skoraði alveg eins og liðfélagar hans hjá Tottenham, Harry Kane og Kieran Trippier. Liverpool maðurinn Jordan Henderson var sá eini sem klikkaði. Sky Sports segir frá þessu og þar kemur einnig fram að óvíst sé með þátttöku Jamie Vardy í leiknum á móti Svíum í átta liða úrslitunum sem fer fram á laugardaginn. „Vardy tekur vítin fyrir Leicester City og hann átti að taka þetta fimmta víti. Hann tognaði á nára í lokin á framlengingunni svo að Dier fær mikið hrós fyrir að stíga fram,“ sagði Rob Dorsett á Sky Sports News. „Þetta var mikið stress. Ég hafði aldrei áður verið í stöðu sem þessari en mér fannst ég yrði að skora eftir að ég klikkaði á þessu skallafæri í lok leiksins. Ég er bara þakklátur fyrir það að ná að skora,“ sagði Eric Dier eftir leikinn. Dele Alli og Harry Kane eru líka tæpir fyrir Svíaleikinn og þá sérstaklega Alli sem hefur verið að glíma við meiðsli allt heimsmeistaramótið.Vítið hjá Eric Dier.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira