Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2018 21:00 Englendingar fagna í leikslok Vísir/Getty Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi. Harry Kane kom Englendingum yfir um miðjan seinni hálfleik en Yerry Mina tryggði Kólumbíu framlengingu með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Lítið var um fína drætti í framlengingunni en Englendingar höfðu betur í vítaspyrnukeppninni og fara í 8-liða úrslitin. Englendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru með öll völd á vellinum í upphafi. Þegar leið á fyrri hálfleikinn unnu Kólumbíumenn sig betur inn í leikinn en hvorugt lið náði að koma marki í leikinn í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fengu Englendingar hornspyrnu. Carlos Sanchez fékk það verkefni að trufla Kane og gerði það af svo mikilli hörku að vítaspyrna var réttilega dæmd. Kane fór sjálfur á punktinn og skoraði sitt sjötta mark í keppninni til þessa. Eftir vítaspyrnuna féllu Englendingar aðeins aftar og hleyptu Kólumbíumönnum inn í leikinn. Það var ekki mikið um opin marktækifæri í leiknum en bæði lið fengu þó sín færi. Á 93. mínútu leiksins fékk Kólumbía sína fyrstu hornspyrnu. Juan Cuadrado fann kollinn á Yerri Mina sem skallaði boltann í jörðina og í átt að fjærstönginni. Þar var Kieran Trippier, hann reyndi að hoppa upp í boltann og skalla hann frá en gerði ekki betur en að skalla boltann í stöngina og inn, Kólumbía jafnaði og tryggði framlengingu. Framlengingin var nokkuð dauf, bæði lið orðin þreytt og fá almennileg færi sem litu dagsins ljós og vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram úrslit. Þar varð Jordan Pickford hetjan, hann varði síðustu spyrnu Kólumbíumanna frá Carlos Bacca eftir að Jordan Henderson og Mateus Uribe höfðu báðir misnotað sínar spyrnur. Eric Dier steig svo á punktinn og skoraði og Englendingar fara áfram. England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi
Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi. Harry Kane kom Englendingum yfir um miðjan seinni hálfleik en Yerry Mina tryggði Kólumbíu framlengingu með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Lítið var um fína drætti í framlengingunni en Englendingar höfðu betur í vítaspyrnukeppninni og fara í 8-liða úrslitin. Englendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru með öll völd á vellinum í upphafi. Þegar leið á fyrri hálfleikinn unnu Kólumbíumenn sig betur inn í leikinn en hvorugt lið náði að koma marki í leikinn í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fengu Englendingar hornspyrnu. Carlos Sanchez fékk það verkefni að trufla Kane og gerði það af svo mikilli hörku að vítaspyrna var réttilega dæmd. Kane fór sjálfur á punktinn og skoraði sitt sjötta mark í keppninni til þessa. Eftir vítaspyrnuna féllu Englendingar aðeins aftar og hleyptu Kólumbíumönnum inn í leikinn. Það var ekki mikið um opin marktækifæri í leiknum en bæði lið fengu þó sín færi. Á 93. mínútu leiksins fékk Kólumbía sína fyrstu hornspyrnu. Juan Cuadrado fann kollinn á Yerri Mina sem skallaði boltann í jörðina og í átt að fjærstönginni. Þar var Kieran Trippier, hann reyndi að hoppa upp í boltann og skalla hann frá en gerði ekki betur en að skalla boltann í stöngina og inn, Kólumbía jafnaði og tryggði framlengingu. Framlengingin var nokkuð dauf, bæði lið orðin þreytt og fá almennileg færi sem litu dagsins ljós og vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram úrslit. Þar varð Jordan Pickford hetjan, hann varði síðustu spyrnu Kólumbíumanna frá Carlos Bacca eftir að Jordan Henderson og Mateus Uribe höfðu báðir misnotað sínar spyrnur. Eric Dier steig svo á punktinn og skoraði og Englendingar fara áfram. England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitunum.