Körfubolti

LeBron James í LA Lakers

Arnar Geir Halldórsson skrifar
LeBron James leikur með LA Lakers næstu fjögur árin
LeBron James leikur með LA Lakers næstu fjögur árin Vísir/Getty
LeBron James hefur tekið ákvörðun um framtíð sína og hefur ákveðið að færa sig um set frá Cleveland til Los Angeles. Hann gerir fjögurra ára samning við Lakers og mun fá 154 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut.

Ekki hefur enn verið tilkynnt um skiptin af NBA deildinni en allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna hafa greint frá því að búið sé að ganga frá samningum. Þá hefur umboðsskrifstofa LeBron staðfest fregnirnar. 

Vart þarf að fjölyrða um hæfni LeBron á körfuboltavellinum en hann er af mörgum talinn besti körfuknattleiksmaður sögunnar.

Hann hefur þrívegis orðið NBA meistari; tvisvar með Miami Heat (2012 og 2013) og einu sinni með Cavaliers (2016). 

LeBron er 33 ára gamall en hann kom inn í deildina árið 2003 þegar hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu af Cleveland Cavaliers.

Í nótt var sömuleiðis tilkynnt um að skotbakvörðurinn Kentavious Caldwell-Pope verður áfram í herbúðum Lakers en hann skilaði 13,4 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

NBA

Tengdar fréttir

LeBron laus allra mála hjá Cleveland

LeBron James er laus allra mála eftir að hann nýtti sér ákvæði í samningi sínum um að spila ekki síðasta árið af samningnum sínum hjá Cleveland Cavaliers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×