Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur í steinkistunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2018 21:48 Fornleifafræðingarnir reyna hér að opna kistuna. Vísir/EPA Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést. Egyptaland Fornminjar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést.
Egyptaland Fornminjar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira