Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:27 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. Fréttablaðið/Anton „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt, satt best að segja,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem hefur glímt við að taka ákvörðun vegna þeirrar stöðu sem kom upp eftir að þingflokkur Pírata komst að því í gær að til stæði að umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, myndi flytja ræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag í tilefni af hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. Sjá nánar: Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis Í fyrstu ákvað Þórhildur að breyta ræðu sinni til þess að mótmæla Piu og hennar viðhorfum. Í ræðunni sem Þórhildur átti að flytja í dag gerði hún öfgaþjóðernishyggju að umfjöllunarefni sínu. Eftir nokkra umhugsun segir Þórhildur að ræðan ein og sér hefði ekki verið nóg til þess að koma sínum sjónarmiðum til skila og ákváðu þingmenn Pírata því að endingu að sniðganga hátíðarsamkomuna. „Ég gat ekki, samvisku minnar vegna, haldið einhverja ræðu, því sama hvað ég myndi gagnrýna Piu mikið og það sem hún stendur fyrir, væri ég samt á sama tíma að normalísera það að hún skuli vera heiðursgestur á hátíðarsamkomu fullveldisafmæli Íslendinga,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu.Pia Kjærsgaard er forseti danska þjóðþingsins. Hún stofnaði Danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun og til ársins 2012.Vísir/GettyHefur áhyggjur af lýðræðisþróuninni Þórhildur segir að á sama tíma og við fögnum fullveldisafmælinu sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þjóðernishyggju. „Það er svo þunn lína á þessum tímum þar sem popúlískar hreyfingar, fasismi, rasismi og útlendingaandúð er að tröllríða svo mörgum löndum í kringum okkur og þetta er gríðarlega mikið áhyggjuefni. Við höfum rosalega miklar áhyggjur af lýðræðinu okkar.“ Hún segir að þrátt fyrir að Pia ávarpi samkomuna í krafti embættis síns sem forseti danska þjóðþingsins, verði vera hennar ekki aðskilin frá þeirri stefnu hún hefur rekið og hennar sjónarmiðum sem hún hefur barist fyrir í langan tíma.Segir Piu vera frumkvöðul nýfasískra hreyfinga í álfunni „Mér finnst sama hvernig ég tek þátt í því, þá væri ég að styðja við þessa hugmyndafræði sem Pia Kjærsgaard hefur verið að vinna brautargengi í allri Evrópu í tuttugu ár. Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu. Hún er einn helsti hugmyndasmiður öldunnar sem við erum að upplifa um alla álfuna. Hún stendur fyrir mannfjandsamleg gildi sem ég get ekki með nokkrum hætti sýnt stuðning minn við og mér fannst þetta mjög erfið ákvörðun en ég fann enga aðra ákvörðun sem ég, samvisku minnar vegna, gæti látið verða af.“Mikil óánægja hefur ríkt um komu Piu Kjærsgaard.Vísir/Elín MargrétAðspurð hvort eining hafi ríkt um ákvörðunina innan þingflokksins segir Þórhildur svo vera. „Það er eining um þetta innan þingflokksins. Við tókum þessa ákvörðun ekki af einhverri léttúð, okkur fannst þetta mjög erfitt og mér finnst þetta ennþá mjög erfitt því okkur þykir líka vænt um allan þann undirbúning sem hefur átt sér stað fyrir þessi veisluhöld og ég hefði gjarnan vilja fagna þessum áfanga á Þingvöllum en mér finnst vera hennar þarna sem heiðursgestur sem ávarpar Alþingi Íslendinga bara óforsvaranleg.“ Þórhildur segir að það liggi ekki ljóst fyrir hvernig ákvörðunin um að fá Piu til að halda ræðu var tekin en bætir við að Píratar hyggist komast að því hvenær og hvernig hún var tekin. „Fyrsta skiptið, sem við vitum til, að þetta hafi verið borið undir þingflokk Pírata var í gær. Það reyndist ekki ráðrúm til að meðtaka fyllilega hvaða þýðingu þetta hefði í för með sér“. Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt, satt best að segja,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem hefur glímt við að taka ákvörðun vegna þeirrar stöðu sem kom upp eftir að þingflokkur Pírata komst að því í gær að til stæði að umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, myndi flytja ræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag í tilefni af hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. Sjá nánar: Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis Í fyrstu ákvað Þórhildur að breyta ræðu sinni til þess að mótmæla Piu og hennar viðhorfum. Í ræðunni sem Þórhildur átti að flytja í dag gerði hún öfgaþjóðernishyggju að umfjöllunarefni sínu. Eftir nokkra umhugsun segir Þórhildur að ræðan ein og sér hefði ekki verið nóg til þess að koma sínum sjónarmiðum til skila og ákváðu þingmenn Pírata því að endingu að sniðganga hátíðarsamkomuna. „Ég gat ekki, samvisku minnar vegna, haldið einhverja ræðu, því sama hvað ég myndi gagnrýna Piu mikið og það sem hún stendur fyrir, væri ég samt á sama tíma að normalísera það að hún skuli vera heiðursgestur á hátíðarsamkomu fullveldisafmæli Íslendinga,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu.Pia Kjærsgaard er forseti danska þjóðþingsins. Hún stofnaði Danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun og til ársins 2012.Vísir/GettyHefur áhyggjur af lýðræðisþróuninni Þórhildur segir að á sama tíma og við fögnum fullveldisafmælinu sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þjóðernishyggju. „Það er svo þunn lína á þessum tímum þar sem popúlískar hreyfingar, fasismi, rasismi og útlendingaandúð er að tröllríða svo mörgum löndum í kringum okkur og þetta er gríðarlega mikið áhyggjuefni. Við höfum rosalega miklar áhyggjur af lýðræðinu okkar.“ Hún segir að þrátt fyrir að Pia ávarpi samkomuna í krafti embættis síns sem forseti danska þjóðþingsins, verði vera hennar ekki aðskilin frá þeirri stefnu hún hefur rekið og hennar sjónarmiðum sem hún hefur barist fyrir í langan tíma.Segir Piu vera frumkvöðul nýfasískra hreyfinga í álfunni „Mér finnst sama hvernig ég tek þátt í því, þá væri ég að styðja við þessa hugmyndafræði sem Pia Kjærsgaard hefur verið að vinna brautargengi í allri Evrópu í tuttugu ár. Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu. Hún er einn helsti hugmyndasmiður öldunnar sem við erum að upplifa um alla álfuna. Hún stendur fyrir mannfjandsamleg gildi sem ég get ekki með nokkrum hætti sýnt stuðning minn við og mér fannst þetta mjög erfið ákvörðun en ég fann enga aðra ákvörðun sem ég, samvisku minnar vegna, gæti látið verða af.“Mikil óánægja hefur ríkt um komu Piu Kjærsgaard.Vísir/Elín MargrétAðspurð hvort eining hafi ríkt um ákvörðunina innan þingflokksins segir Þórhildur svo vera. „Það er eining um þetta innan þingflokksins. Við tókum þessa ákvörðun ekki af einhverri léttúð, okkur fannst þetta mjög erfitt og mér finnst þetta ennþá mjög erfitt því okkur þykir líka vænt um allan þann undirbúning sem hefur átt sér stað fyrir þessi veisluhöld og ég hefði gjarnan vilja fagna þessum áfanga á Þingvöllum en mér finnst vera hennar þarna sem heiðursgestur sem ávarpar Alþingi Íslendinga bara óforsvaranleg.“ Þórhildur segir að það liggi ekki ljóst fyrir hvernig ákvörðunin um að fá Piu til að halda ræðu var tekin en bætir við að Píratar hyggist komast að því hvenær og hvernig hún var tekin. „Fyrsta skiptið, sem við vitum til, að þetta hafi verið borið undir þingflokk Pírata var í gær. Það reyndist ekki ráðrúm til að meðtaka fyllilega hvaða þýðingu þetta hefði í för með sér“.
Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00