Allt í rétta átt hjá sveitarfélögunum Elvar Orri Hreinsson og Sölvi Sturluson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar