Allt í rétta átt hjá sveitarfélögunum Elvar Orri Hreinsson og Sölvi Sturluson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar