Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 18:31 Drengirnir voru heimtir úr helju í beinni útsendingu fjölmiðla um allan heim. Sumir þeirra eru réttindalausir í Taílandi. Vísir/Getty Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára. Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára.
Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19