Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. júlí 2018 20:17 Fundurinn í dag bar ekki árangur. Að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar. Vísir/Stöð 2 Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent