ÍR bikarmeistari í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 15:44 Frá fögnuði ÍR á bikarmótinu fyrir ári síðan í Kaplakrika Vísir/ÓskarÓ ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira