Í síðasta mánuði fyllt Sheeran Wembley í London fjögur kvöld í röð. Á þeim tónleikum fékk hann til sín einn leynigest hvert kvöld og þann 14. júní fékk hann draum sinn uppfylltan þegar Andrea Bocelli flutti lagið Perfect með honum fyrir framan um hundrað þúsund manns.
Sheeran og Bocelli fóru einfaldlega á kostum og náði greinilega vel saman. Perfect er eitt allra vinsælasta og þekktasta lag Sheeran en vinsældir Bretans virðast ekki hafa nein takmörk.
Hér að neðan má sjá þennan magnaða flutning sem Ed Sheeran deildi sjálfur á YouTube-síðu sinni fyrir mánuði síðan.