Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 18:30 Búrfellslundur eins og hann mun líta út samkvæmt hönnun Landsvirkjunar. Raforkuframleiðsla með vindmyllum er algjörlega afturkræf framkvæmd enda er hægt að taka vindmyllurnar niður hvenær sem er. Vísir/ÞÞ Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið. Vindorka er endurnýjanleg orkulind og ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð rafmagns sem þekkist. Ísland er meðal þeirra svæða í heiminum þar sem vindur á landi er hvað mestur og því aðstæður til rafmagnsframleiðslu með vindi afar hagstæðar. Eins og við greindum frá á þriðjudag er framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ í lausu lofti því Biokraft hefur ekki fengið samþykktar breytingar á deiluskipulagi til að setja upp nýjar stærri vindmyllur á staðnum í stað þeirra sem þar eru fyrir. Landsvirkjun hefur í nokkur ár haft áform um að reisa 200 megavatta vindmyllugarð með allt að 67 vindmyllum á sandsléttunni austan Þjórsár og á hafinu, þar sem Landsvirkjun rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Myllurnar eiga að vera 150 metrar háar með spaða í hæstu hæð. Verkefnið, sem nefnist Búrfellslundur, hefur ekki komist í nýtingarflokk rammaáætlunar vegna neikvæðra sjónrænna áhrifa fyrir útivistarfólk sem gengur um svæðið. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri,“eins og segir í skýrslunni. Uppbygging Búrfellslundar mun hafa neikvæð áhrif á varpfugla innan svæðisins og einnig á farleiðir fugla en eru þessi áhrif metin óveruleg. Umfjöllun Stöðvar 2 um Búrfellslund frá 7. október 2016 Engir staðir á landinu henta betur til að beisla vindinn Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að áform um Búrfellslund verði að veruleika enda séu engir staðir á landinu sem henti betur til að beisla vindinn. „Ég held að það sé samdóma álit allra að það sé besti staður landsins, frá hagvæmnissjónarmiðum, til að framleiða raforku með vindi. Þar er líka allt okkar tengslanet svo það þarf ekki að gera annað en að setja í samband og þá ertu kominn inn á kerfið. Hins vegar hefur þetta sjónræna þótt erfiðast þar. Að við séum þá að skemma upplifun þeirra sem keyra, ganga eða hjóla inn á hálendið. Þetta er á mörkum hálendisins og neðri byggðar. Hið sjónræna hefur þótt vera það mikilvægt þarna að menn hafa ekki vilja stíga frekari skref enn sem komið er. Og þetta er örugglega besti staðurinn á landinu,“ segir Ágúst. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segir það ekki undirorpið vafa að Búrfellslundur sé besti staður á landinu til að framleiða rafmagn með vindorku.Vísir/ÞÞ Landsvirkjun hefur haft til skoðunar að gera breytingar á hönnun Búrfellslundar með það fyrir augum að koma betur til móts við athugasemdir um neikvæða sjónræna upplifun af vindmyllunum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvaða breytingar eru í skoðun en ein breyting gæti falist í því að dreifa röðum vindmyllanna með öðrum hætti. Þriðji áfangi rammaáætlunar var hins vegar aldrei afgreiddur frá Alþingi og því er óvíst hvort eða hvenær verkefnisstjórn um rammaáætlun muni fjalla um Búrfellslund sem virkjanakost fyrir raforkuframleiðslu í fjórða áfanga. Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið. Vindorka er endurnýjanleg orkulind og ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð rafmagns sem þekkist. Ísland er meðal þeirra svæða í heiminum þar sem vindur á landi er hvað mestur og því aðstæður til rafmagnsframleiðslu með vindi afar hagstæðar. Eins og við greindum frá á þriðjudag er framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ í lausu lofti því Biokraft hefur ekki fengið samþykktar breytingar á deiluskipulagi til að setja upp nýjar stærri vindmyllur á staðnum í stað þeirra sem þar eru fyrir. Landsvirkjun hefur í nokkur ár haft áform um að reisa 200 megavatta vindmyllugarð með allt að 67 vindmyllum á sandsléttunni austan Þjórsár og á hafinu, þar sem Landsvirkjun rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Myllurnar eiga að vera 150 metrar háar með spaða í hæstu hæð. Verkefnið, sem nefnist Búrfellslundur, hefur ekki komist í nýtingarflokk rammaáætlunar vegna neikvæðra sjónrænna áhrifa fyrir útivistarfólk sem gengur um svæðið. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri,“eins og segir í skýrslunni. Uppbygging Búrfellslundar mun hafa neikvæð áhrif á varpfugla innan svæðisins og einnig á farleiðir fugla en eru þessi áhrif metin óveruleg. Umfjöllun Stöðvar 2 um Búrfellslund frá 7. október 2016 Engir staðir á landinu henta betur til að beisla vindinn Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að áform um Búrfellslund verði að veruleika enda séu engir staðir á landinu sem henti betur til að beisla vindinn. „Ég held að það sé samdóma álit allra að það sé besti staður landsins, frá hagvæmnissjónarmiðum, til að framleiða raforku með vindi. Þar er líka allt okkar tengslanet svo það þarf ekki að gera annað en að setja í samband og þá ertu kominn inn á kerfið. Hins vegar hefur þetta sjónræna þótt erfiðast þar. Að við séum þá að skemma upplifun þeirra sem keyra, ganga eða hjóla inn á hálendið. Þetta er á mörkum hálendisins og neðri byggðar. Hið sjónræna hefur þótt vera það mikilvægt þarna að menn hafa ekki vilja stíga frekari skref enn sem komið er. Og þetta er örugglega besti staðurinn á landinu,“ segir Ágúst. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segir það ekki undirorpið vafa að Búrfellslundur sé besti staður á landinu til að framleiða rafmagn með vindorku.Vísir/ÞÞ Landsvirkjun hefur haft til skoðunar að gera breytingar á hönnun Búrfellslundar með það fyrir augum að koma betur til móts við athugasemdir um neikvæða sjónræna upplifun af vindmyllunum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvaða breytingar eru í skoðun en ein breyting gæti falist í því að dreifa röðum vindmyllanna með öðrum hætti. Þriðji áfangi rammaáætlunar var hins vegar aldrei afgreiddur frá Alþingi og því er óvíst hvort eða hvenær verkefnisstjórn um rammaáætlun muni fjalla um Búrfellslund sem virkjanakost fyrir raforkuframleiðslu í fjórða áfanga.
Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent