Bandarísk sóttvarnayfirvöld yfirvöld hafa staðfest að einstaklingur með smitandi mislinga var um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn frá London Stansted flugvelli til Keflavíkurflugvallar, flug WW827 og frá Keflavík til Detroit sama dag, flug WW121.
WOW air, í samvinnu við sóttvarnalækni, hafa sent farþegum ofangreindra véla nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar. Í þessum leiðbeiningum eru farþegar hvattir til að leita til sinna lækna fram til 8. ágúst nk. finni þeir fyrir einkennum sem geta bent til mislinga, sérstaklega ef þeir eru óbólusettir.
Einkenni mislinga koma yfirleitt fram 10-14 dögum eftir smit en að hámarki geta liðið 3 vikur.
Staðfest mislingasmit í flugvélum WOW air

Tengdar fréttir

Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu
Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní.

Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum
Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku.

Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum
Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada.