Sykurmolar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 31. júlí 2018 08:35 ,,Hvað þér skynjið umhverfið á skringlegan hátt,” segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. ,,Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,” segir hann, ,,hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.” Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.Mér kom í hug þetta ljóð Braga Ólafssonar, Vegfarendur (Klínk, 1995), við lestur á kveðju sem Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands sendi mér í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hann rakti meðal annars fyrir mig nokkrar greinar úr VIII. kafla Stjórnarskrár Lýðveldsins Póllands, um dómstóla. Rétt eins og hjá vegfarendum Braga Ólafssonar fór fundur okkar Gerards á síðum Fréttablaðsins fram í mestu vinsemd. Og rétt eins eistneski ferðlangurinn finn ég mig knúinn til þess að endurgjalda Gerard hjálpsemina og frásögnina um pólsku stjórnarskránna með því að segja honum frá lögum og reglum sem gilda um skipan dómsvalds á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldsins Íslands nr. 33/1944 2. gr. … . Dómendur fara með dómsvaldið.59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/19946. gr. [Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.] 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum.Lög um dómstóla nr. 50/2016. Ákvæði til bráðabirgða. IV. … Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Og að því sögðu hvarflar hugurinn aftur til Braga Ólafssonar og orða sem Einar Örn Benediktsson gerði ódauðleg í Rokk í Reykjavík:Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Tengdar fréttir Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 27. júlí 2018 07:00 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
,,Hvað þér skynjið umhverfið á skringlegan hátt,” segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. ,,Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,” segir hann, ,,hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.” Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.Mér kom í hug þetta ljóð Braga Ólafssonar, Vegfarendur (Klínk, 1995), við lestur á kveðju sem Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands sendi mér í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hann rakti meðal annars fyrir mig nokkrar greinar úr VIII. kafla Stjórnarskrár Lýðveldsins Póllands, um dómstóla. Rétt eins og hjá vegfarendum Braga Ólafssonar fór fundur okkar Gerards á síðum Fréttablaðsins fram í mestu vinsemd. Og rétt eins eistneski ferðlangurinn finn ég mig knúinn til þess að endurgjalda Gerard hjálpsemina og frásögnina um pólsku stjórnarskránna með því að segja honum frá lögum og reglum sem gilda um skipan dómsvalds á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldsins Íslands nr. 33/1944 2. gr. … . Dómendur fara með dómsvaldið.59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/19946. gr. [Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.] 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum.Lög um dómstóla nr. 50/2016. Ákvæði til bráðabirgða. IV. … Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Og að því sögðu hvarflar hugurinn aftur til Braga Ólafssonar og orða sem Einar Örn Benediktsson gerði ódauðleg í Rokk í Reykjavík:Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 27. júlí 2018 07:00
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar