Enn ein morðhrinan skekur Chicago Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Lögreglumenn á vettvangi einnar af fjölmörgum skotárásum undanfarinnar helgar. Yfirvöld í Chicago reyna að kljást við morðölduna en illa gengur. Lögreglu tekst aðeins að leysa lítið brot morðmála. Vísir/getty Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira