Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 07:30 Hækkandi olíuverð eykur kostnað flugfélaga.Talið er að sá kostnaður birtist í hærri fargjöldum. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Líklegt er að dýrari olía og þar með hærri flugfargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. „Ef fargjöldin taka að hækka, krónan helst áfram sterk og kostnaður fer hækkandi, þá er hætt við því að það geti haft neikvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands,“ nefnir hann í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hærri fargjöld geti vissulega haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsVísir/Anton„Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað um hátt í 50 prósent á síðustu tólf mánuðum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir flugfélög. Greinendur reikna fastlega með því að sá kostnaður, en olíukostnaður er að jafnaði næststærsti kostnaðarliður flugfélaga, muni birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. „Við gerum áfram ráð fyrir því að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í afkomutilkynningu félagsins fyrr í vikunni. Undir það hafa forstjórar annarra evrópskra flugfélaga tekið. „Það er enginn vafi á því að fargjöld munu hækka,“ sagði Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, í samtali við Bloomberg fyrr í sumar. Jón Bjarki bendir á að lág flugfargjöld hafi á síðustu árum stutt við öran vöxt í fjölda ferðamanna hér á landi. „Á seinni árum ferðamannauppsveiflunnar – eftir að gengi krónunnar hafði styrkst verulega – hafði það áhrif þegar erlendir ferðamenn voru að velta Íslandi fyrir sér sem áfangastað hvað flugfargjöld voru orðin ódýr. Það vó á móti dýrtíðinni hér á landi,“ segir hann.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki telur að heilt yfir séu horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Þess sjáist þegar ýmis merki. „Það eru engin hættumerki á lofti um að hér verði samdráttur en það lítur út fyrir að vöxturinn verði býsna hægur í ár,“ segir hann. Ásgeir nefnir að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. Fjölmörg flugfélög fljúgi nú hingað til lands. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft. Í stóra samhenginu skiptir sú þróun meira máli en þróunin á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.“ Ásgeir segir aðspurður að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira