Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2018 11:19 Bæjarráð Árborgar skrifaði undir ráðningarsamning við Gísla Halldór, nýjan bæjarstjóra á fundi sínum í gær. Á myndinni eru frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður. Mynd/Sveitarfélagið Árborg Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32