Stjórnmálastéttin hafi samþykkt að vera framkvæmdastjórar nýfrjálshyggjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, gefur lítið fyrir hræðsluáróður vegna kjarasamninga. Vísir/ernir „Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent