Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Bergþór Másson skrifar 14. ágúst 2018 23:15 Liðsmenn 4x4 klúbburinn að laga skemmdirnar. Friðrik S. Halldórsson Franskir ferðamenn voru sektaðir fyrir utanvegaakstur sem olli miklum skemmdum austan við Kerlingafjöll síðastliðinn júlí. Ferðaklúbburinn 4x4 greip til sinna eigin ráða og mætti á svæðið til að reyna að laga skemmdirnar. Frönsku ferðamennirnir gengust undir sektargerð að upphæð 200 þúsund krónur hvor, eða samtals 400 þúsund krónur, fyrir brot gegn ákvæðum náttúruverndarlaga. Ferðamennirnir, sem voru keyrandi á jeppa, festu sig í drullusvaði og spændu þar af leiðandi upp jörðina og ollu talsverðum skemmdum.Sjá einnig: Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingafjöll Sveinbjörn Halldórsson, formaður 4x4, segir í samtali við Vísi ferðaklúbbinn hafa farið í þetta verkefni vegna þess að stefna klúbbsins sé að „vernda náttúruna og stuðla að því að minnka utanvegaakstur og vinna gegn tjóni á náttúrunni.“ Sveinbjörn segir það vera ósanngjarnt að sektirnar sem ferðamennirnir greiði renni í ríkissjóð en síðan geri ríkið ekkert í því að laga skemmdirnar. Segir Sveinbjörn að þeim hafi tekist mjög vel að laga sprungur og ummerkin eftir utanvegaaksturinn og má sjá það á myndum hér að neðan.Skemmdirnar eftir frönsku ferðamennina áður en hópurinn tók til handanna.Friðrik S. HalldórssonVegurinn eftir að hópurinn gekk í verkið.Friðrik S. Halldórsson Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Franskir ferðamenn voru sektaðir fyrir utanvegaakstur sem olli miklum skemmdum austan við Kerlingafjöll síðastliðinn júlí. Ferðaklúbburinn 4x4 greip til sinna eigin ráða og mætti á svæðið til að reyna að laga skemmdirnar. Frönsku ferðamennirnir gengust undir sektargerð að upphæð 200 þúsund krónur hvor, eða samtals 400 þúsund krónur, fyrir brot gegn ákvæðum náttúruverndarlaga. Ferðamennirnir, sem voru keyrandi á jeppa, festu sig í drullusvaði og spændu þar af leiðandi upp jörðina og ollu talsverðum skemmdum.Sjá einnig: Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingafjöll Sveinbjörn Halldórsson, formaður 4x4, segir í samtali við Vísi ferðaklúbbinn hafa farið í þetta verkefni vegna þess að stefna klúbbsins sé að „vernda náttúruna og stuðla að því að minnka utanvegaakstur og vinna gegn tjóni á náttúrunni.“ Sveinbjörn segir það vera ósanngjarnt að sektirnar sem ferðamennirnir greiði renni í ríkissjóð en síðan geri ríkið ekkert í því að laga skemmdirnar. Segir Sveinbjörn að þeim hafi tekist mjög vel að laga sprungur og ummerkin eftir utanvegaaksturinn og má sjá það á myndum hér að neðan.Skemmdirnar eftir frönsku ferðamennina áður en hópurinn tók til handanna.Friðrik S. HalldórssonVegurinn eftir að hópurinn gekk í verkið.Friðrik S. Halldórsson
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58