Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Gríðarlega margir fara í pílagrímsför til Mekku ár hvert. Vísir/Getty Múslimar í Kanada hafa talsverðar áhyggjur af deilu Kanadastjórnar við Sádi-Arabíu. Þjóðarráð kanadískra múslima (NCCM) sagði í gær að erfitt gæti orðið fyrir kanadíska múslima að fara í pílagrímsförina hadsjí til sádiarabísku borgarinnar Mekku vegna deilunnar. Kanadíski miðillinn Star greindi frá þessu. Ástæðan er sú að Saudia, ríkisflugfélag Sádi-Arabíu, hefur aflýst öllum ferðum á milli Kanada og Sádi-Arabíu í næstu viku. Því ættu pílagrímar að hafa samband við flugfélög sín og reyna að breyta heimferðaráformum sínum, að því er NCCM sagði frá. Á sunnudaginn hefst hadsjí en förinni lýkur svo föstudaginn 24. ágúst. Pílagrímsförin er ein af meginstoðum íslamstrúar. Deila Kanadamanna við konungsríkið á Arabíuskaga hefur verið kölluð stórundarleg. Hún hófst með tísti kanadíska utanríkisráðuneytisins þann 3. ágúst þar sem handtaka Samar Badawi og annarra kvenréttindaaktívisa var harðlega gagnrýnd. Sendiráð Kanada í Sádi-Arabíu þýddi tístið á arabísku og birti. Kanadamenn hefur væntanlega ekki órað fyrir þeim viðbrögðum sem fylgdu í kjölfarið. Samdægurs sögðu Sádi-Arabar að Kanadamenn væru að fara með fleipur og kröfðust leiðréttingar. Að auki var öllum sádiarabískum sjúklingum í Kanada gert að færa sig á sjúkrahús annars staðar, innflutningur á kanadísku hveiti og byggi var bannaður, ríkissjóðir seldu eignir í Kanada, sendiherrann var kallaður heim og sá kanadíski sendur úr landi, flugferðum til Kanada var aflýst og öll milliríkjaviðskipti sett á ís svo fátt eitt sé nefnt.Mohammed bin Salman krónprins.Vísir/gettySádiarabískir fjölmiðlar og ofgnótt sádiarabískra notenda Twitter hafa svo háð upplýsingastríð. Fréttastöðin Al Arabiya hefur gagnrýnt „pólitískar handtökur“ manna á borð við Ernst Zundel, sem afneitar því að helför gyðinga hafi átt sér stað og var dæmdur fyrir dreifingu falsfrétta sem sköðuðu almannahag, og Jordan Peterson sálfræðing sem talar gegn pólitískum rétttrúnaði. Sá síðarnefndi hefur reyndar ekki verið handtekinn. Þá hafa Sádi-Arabar jafnframt gagnrýnt það hversu margir gista kanadísk fangelsi og kallað Kanadamenn verstu kvennakúgara heims, þótt sádiarabískar konur hafi fengið kosningarétt hundrað árum á eftir kanadískum og að vitnisburður þeirra fyrir dómi vegi helming á móti vitnisburði karlmanna svo fátt eitt sé nefnt. Á Twitter hafa stuðningsmenn Mohammeds bin Salman, krónprins og raunverulegs þjóðarleiðtoga, meðal annars lýst því yfir að þeir séu eindregnir stuðningsmenn sjálfstæðishreyfingar Quebec. Justin Trudeau forsætisráðherra hefur ekki gefið eftir, þrátt fyrir þennan mikla og óvænta þrýsting, og neitar að biðjast afsökunar. Hann hefur ekki notið stuðnings hefðbundinna bandamanna í deilunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki talað um deiluna og það hafa yfirvöld á Bretlandi ekki heldur gert.Umbótasinni eða ekki Mohammed bin Salman krónprins er raunverulegur leiðtogi sádiarabíska ríkisins. Undanfarin ár hefur hann eytt milljörðum í að skapa sér ímynd sem frjálslyndur umbótamaður. Í deilunni við Kanada þykir önnur hlið krónprinsins birtast. Nú beitir krónprinsinn öllum diplómatískum ráðum til að ná sér niðri á ríki sem gagnrýndi handtökur femínískra aktívista. Iyad el-Baghdadi, forstöðumaður Kawaakibi Center í Ósló, samtaka sem berjast fyrir frjálslyndi á Arabíuskaga, sagði í viðtali við CBC í gær að prinsinn væri úlfur í sauðargæru. Hann væri til að mynda að reyna að drepa niður sádiarabísku femínismahreyfinguna. Nesrine Malik, pistlahöfundur á Guardian, tók í sama streng. Í grein sinni sagði hún Salman nýjasta dæmið um það sem hún kallar „eyðimerkurrósaheilkennið“. Það er að segja það þegar leiðtogi í MiðAusturlöndum virðist frjálslyndur en er „illskeyttur inn við beinið“. Salman er, að sögn Malik, hörundsár og hafa öll verkefni hans mistekist. Nefndi Malik til að mynda inngrip Sádi-Araba í Jemen sem hefur kostað fjölda óbreyttra borgara lífið og svert orðspor konungsríkisins. Ali Shihabi, stofnandi bandarísku hugveitunnar Arabia Foundation, sem sögð er nátengd stjórnvöldum í Sádi-Arabíu, var ekki á sama máli í grein sem New York Times birti í gær. Shibabi sagði Salman nú reyna að ná fram umbótum í Sádi-Arabíu og að Vesturlönd ættu ekki að grafa undan því starfi. Að sögn Shihabi er Salman nú að reyna að festa sig í sessi. Shib abi vitnar í arabíska hugtakið hayba, sem haft er um þá virðingu sem þjóðarleiðtogi verður að njóta. Salman geti því ekki leyft Kanadamönnum að messa yfir sér, sérstaklega ekki á arabísku eins og sendiráðið gerði. Ef hann brygðist ekki við myndi vinna hans að umbótum vera til einskis. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Yfirvöld í Sádí-Arabíu kalla sjúklinga heim frá Kanada Sádum er enn ekki runnin reiðin vegna gagnrýni Kanadastjórnar á fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum. 8. ágúst 2018 13:18 Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Múslimar í Kanada hafa talsverðar áhyggjur af deilu Kanadastjórnar við Sádi-Arabíu. Þjóðarráð kanadískra múslima (NCCM) sagði í gær að erfitt gæti orðið fyrir kanadíska múslima að fara í pílagrímsförina hadsjí til sádiarabísku borgarinnar Mekku vegna deilunnar. Kanadíski miðillinn Star greindi frá þessu. Ástæðan er sú að Saudia, ríkisflugfélag Sádi-Arabíu, hefur aflýst öllum ferðum á milli Kanada og Sádi-Arabíu í næstu viku. Því ættu pílagrímar að hafa samband við flugfélög sín og reyna að breyta heimferðaráformum sínum, að því er NCCM sagði frá. Á sunnudaginn hefst hadsjí en förinni lýkur svo föstudaginn 24. ágúst. Pílagrímsförin er ein af meginstoðum íslamstrúar. Deila Kanadamanna við konungsríkið á Arabíuskaga hefur verið kölluð stórundarleg. Hún hófst með tísti kanadíska utanríkisráðuneytisins þann 3. ágúst þar sem handtaka Samar Badawi og annarra kvenréttindaaktívisa var harðlega gagnrýnd. Sendiráð Kanada í Sádi-Arabíu þýddi tístið á arabísku og birti. Kanadamenn hefur væntanlega ekki órað fyrir þeim viðbrögðum sem fylgdu í kjölfarið. Samdægurs sögðu Sádi-Arabar að Kanadamenn væru að fara með fleipur og kröfðust leiðréttingar. Að auki var öllum sádiarabískum sjúklingum í Kanada gert að færa sig á sjúkrahús annars staðar, innflutningur á kanadísku hveiti og byggi var bannaður, ríkissjóðir seldu eignir í Kanada, sendiherrann var kallaður heim og sá kanadíski sendur úr landi, flugferðum til Kanada var aflýst og öll milliríkjaviðskipti sett á ís svo fátt eitt sé nefnt.Mohammed bin Salman krónprins.Vísir/gettySádiarabískir fjölmiðlar og ofgnótt sádiarabískra notenda Twitter hafa svo háð upplýsingastríð. Fréttastöðin Al Arabiya hefur gagnrýnt „pólitískar handtökur“ manna á borð við Ernst Zundel, sem afneitar því að helför gyðinga hafi átt sér stað og var dæmdur fyrir dreifingu falsfrétta sem sköðuðu almannahag, og Jordan Peterson sálfræðing sem talar gegn pólitískum rétttrúnaði. Sá síðarnefndi hefur reyndar ekki verið handtekinn. Þá hafa Sádi-Arabar jafnframt gagnrýnt það hversu margir gista kanadísk fangelsi og kallað Kanadamenn verstu kvennakúgara heims, þótt sádiarabískar konur hafi fengið kosningarétt hundrað árum á eftir kanadískum og að vitnisburður þeirra fyrir dómi vegi helming á móti vitnisburði karlmanna svo fátt eitt sé nefnt. Á Twitter hafa stuðningsmenn Mohammeds bin Salman, krónprins og raunverulegs þjóðarleiðtoga, meðal annars lýst því yfir að þeir séu eindregnir stuðningsmenn sjálfstæðishreyfingar Quebec. Justin Trudeau forsætisráðherra hefur ekki gefið eftir, þrátt fyrir þennan mikla og óvænta þrýsting, og neitar að biðjast afsökunar. Hann hefur ekki notið stuðnings hefðbundinna bandamanna í deilunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki talað um deiluna og það hafa yfirvöld á Bretlandi ekki heldur gert.Umbótasinni eða ekki Mohammed bin Salman krónprins er raunverulegur leiðtogi sádiarabíska ríkisins. Undanfarin ár hefur hann eytt milljörðum í að skapa sér ímynd sem frjálslyndur umbótamaður. Í deilunni við Kanada þykir önnur hlið krónprinsins birtast. Nú beitir krónprinsinn öllum diplómatískum ráðum til að ná sér niðri á ríki sem gagnrýndi handtökur femínískra aktívista. Iyad el-Baghdadi, forstöðumaður Kawaakibi Center í Ósló, samtaka sem berjast fyrir frjálslyndi á Arabíuskaga, sagði í viðtali við CBC í gær að prinsinn væri úlfur í sauðargæru. Hann væri til að mynda að reyna að drepa niður sádiarabísku femínismahreyfinguna. Nesrine Malik, pistlahöfundur á Guardian, tók í sama streng. Í grein sinni sagði hún Salman nýjasta dæmið um það sem hún kallar „eyðimerkurrósaheilkennið“. Það er að segja það þegar leiðtogi í MiðAusturlöndum virðist frjálslyndur en er „illskeyttur inn við beinið“. Salman er, að sögn Malik, hörundsár og hafa öll verkefni hans mistekist. Nefndi Malik til að mynda inngrip Sádi-Araba í Jemen sem hefur kostað fjölda óbreyttra borgara lífið og svert orðspor konungsríkisins. Ali Shihabi, stofnandi bandarísku hugveitunnar Arabia Foundation, sem sögð er nátengd stjórnvöldum í Sádi-Arabíu, var ekki á sama máli í grein sem New York Times birti í gær. Shibabi sagði Salman nú reyna að ná fram umbótum í Sádi-Arabíu og að Vesturlönd ættu ekki að grafa undan því starfi. Að sögn Shihabi er Salman nú að reyna að festa sig í sessi. Shib abi vitnar í arabíska hugtakið hayba, sem haft er um þá virðingu sem þjóðarleiðtogi verður að njóta. Salman geti því ekki leyft Kanadamönnum að messa yfir sér, sérstaklega ekki á arabísku eins og sendiráðið gerði. Ef hann brygðist ekki við myndi vinna hans að umbótum vera til einskis.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Yfirvöld í Sádí-Arabíu kalla sjúklinga heim frá Kanada Sádum er enn ekki runnin reiðin vegna gagnrýni Kanadastjórnar á fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum. 8. ágúst 2018 13:18 Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Yfirvöld í Sádí-Arabíu kalla sjúklinga heim frá Kanada Sádum er enn ekki runnin reiðin vegna gagnrýni Kanadastjórnar á fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum. 8. ágúst 2018 13:18
Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær. 9. ágúst 2018 06:00