Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 21:03 Hermaður ríkisstjórnar Jemen. Vísir/EPA Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir. Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir.
Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30