Krónískt ástand Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun