Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 28. ágúst 2018 12:00 Icelandair á meðal annars í harðri samkeppni við WOW air. Vísir/Vilhelm Hlutabréf Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun. Gengi í bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan 2012. Stjórnarformaður félagsins segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, tilkynnti um uppsögn sína í gærkvöldi eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt, hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum og við því axli hann ábyrgð.Úlfur Steindórsson er stjórnarformaður Icelandair Group.Fréttablaðð/GVAEðlileg viðbrögð markaðarins að mati stjórnarformannsins Hlutabréfamarkaðurinn tóku tilkynningu félagins illa við opnun markaða í morgun en lækkun hlutabréfa nam rúmlega 20 prósentum um klukkan 10, í viðskiptum upp á rúmlega 37 milljónir króna. Í hádeginu hafði staðan lagast örlítið og stóðu hlutabréf í félaginu í 7,41 sem nemur 12,4 prósent lækkun frá opnun markaða í dag, í viðskiptum upp á 250 milljónir.Fyrir tveimur árum var hver hlutur í Icelandair Group metinn á 38 krónur en virði hvers hlutar nú hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2012. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group segir að við þessum viðbrögðum hafi verið að búast eftir svo stóra tilkynningu í gær.„Það eru í sjálfu sér mjög eðlileg viðbrögð markaðarsins á meðan að menn ekki átta sig á eða sjá með hvað hætti verður brugðist við þessu. Að sjálfsögðu verður brugðist við þessu og að sjálfsögðu hefur sú vinna verið í gangi og heldur áfram þannig að við gerum ráð fyrir því að við siglum út úr þessu eins og öðru sem Icelandair hefur þurft að horfast í augu við í gegnum tíðina,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Björgólfur Jóhannsson sagðist starfi sínu lausu í gær.Fréttablaðið/GVAFundað með stærstu hluthöfunum Erfitt rekstarumhverfi beggja íslensku flugfélaganna hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur en Úlfar segir félagið búið að fara í gegnum mjög miklar breytingar að undanförnu.Við höfum verið að breyta félaginu í þá átt að setja allan kraft og fókus í flugreksturinn. Hótelfélagið er í sölumeðferð og síðan er náttúrulega allt annað til skoðunar en ekkert stórt í vændum þar.Úlfar segir að fundað sé með stærstu hluthöfum félagins og bætir því við að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.„Svona hlutir, það tekur bara tíma og rykið þarf að setjast. Svo fara menn að sjá að félagið sem slíkt er mjög fjárhagslega sterkt, með yfir 50 milljarða í eigið fé og sjóðsstöðu í lok júní einhvers staðar nærri 30 milljörðum að, þá sjá menn að félagið er í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi,“ segir Úlfar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hlutabréf Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun. Gengi í bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan 2012. Stjórnarformaður félagsins segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, tilkynnti um uppsögn sína í gærkvöldi eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt, hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum og við því axli hann ábyrgð.Úlfur Steindórsson er stjórnarformaður Icelandair Group.Fréttablaðð/GVAEðlileg viðbrögð markaðarins að mati stjórnarformannsins Hlutabréfamarkaðurinn tóku tilkynningu félagins illa við opnun markaða í morgun en lækkun hlutabréfa nam rúmlega 20 prósentum um klukkan 10, í viðskiptum upp á rúmlega 37 milljónir króna. Í hádeginu hafði staðan lagast örlítið og stóðu hlutabréf í félaginu í 7,41 sem nemur 12,4 prósent lækkun frá opnun markaða í dag, í viðskiptum upp á 250 milljónir.Fyrir tveimur árum var hver hlutur í Icelandair Group metinn á 38 krónur en virði hvers hlutar nú hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2012. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group segir að við þessum viðbrögðum hafi verið að búast eftir svo stóra tilkynningu í gær.„Það eru í sjálfu sér mjög eðlileg viðbrögð markaðarsins á meðan að menn ekki átta sig á eða sjá með hvað hætti verður brugðist við þessu. Að sjálfsögðu verður brugðist við þessu og að sjálfsögðu hefur sú vinna verið í gangi og heldur áfram þannig að við gerum ráð fyrir því að við siglum út úr þessu eins og öðru sem Icelandair hefur þurft að horfast í augu við í gegnum tíðina,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Björgólfur Jóhannsson sagðist starfi sínu lausu í gær.Fréttablaðið/GVAFundað með stærstu hluthöfunum Erfitt rekstarumhverfi beggja íslensku flugfélaganna hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur en Úlfar segir félagið búið að fara í gegnum mjög miklar breytingar að undanförnu.Við höfum verið að breyta félaginu í þá átt að setja allan kraft og fókus í flugreksturinn. Hótelfélagið er í sölumeðferð og síðan er náttúrulega allt annað til skoðunar en ekkert stórt í vændum þar.Úlfar segir að fundað sé með stærstu hluthöfum félagins og bætir því við að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.„Svona hlutir, það tekur bara tíma og rykið þarf að setjast. Svo fara menn að sjá að félagið sem slíkt er mjög fjárhagslega sterkt, með yfir 50 milljarða í eigið fé og sjóðsstöðu í lok júní einhvers staðar nærri 30 milljörðum að, þá sjá menn að félagið er í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi,“ segir Úlfar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54