EA aflýsir tölvuleikjamótum vegna skotárásar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 07:51 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville á sunnudag. Skjáskot/EA Sports Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56
Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38