Forseti Íran vill bjarga samkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 23:37 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, kallaði í dag eftir því að þjóðir sem skrifuðu undir kjarnorkusamkomulagið héldu því gangandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu fyrr á árinu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Rouhani ræddi við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag og sagðist hann vilja að þau Evrópuríki sem koma að samkomulaginu tryggðu Íran aðgang að bankaþjónustu og tryggðu að Íran gæti selt olíu áfram.Ríkismiðill Íran hefur eftir Rouhani að hann hafi sagt Macron að Íranir hafi fylgt samkomulaginu að fullu og hann ætlaðist til þess að það væri áfram gilt.Bandaríkin hafa beitt Íran viðskiptaþvingunum að nýju og hefur efnahagur Íran farið versnandi síðan Trump dró Bandaríkin frá samkomulaginu. Íranir hafa síðan þá hótað að grípa til hernaðaraðgerða í Persaflóa og koma í veg fyrir að önnur ríki svæðisins, Írak og Sádi-Arabía, geti flutt olíu sína úr landi þá leið. Yfirmaður sjóhers Íran sagði í dag að Íran stjórnaði Hormuz sundi að fullu og Bandaríkin ættu að flytja flota sinn frá Persaflóa. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði á Twitter í kvöld og sagði Íran ekki eiga rétt á sundinu. Það væri alþjóðlegt hafsvæði og Bandaríkin myndu starfa með bandamönnum sínum í að tryggja frjálsar siglingar um svæðið.The Islamic Republic of Iran does not control the Strait of Hormuz. The Strait is an international waterway. The United States will continue to work with our partners to ensure freedom of navigation and free flow of commerce in international waterways.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 27, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29 Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, kallaði í dag eftir því að þjóðir sem skrifuðu undir kjarnorkusamkomulagið héldu því gangandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu fyrr á árinu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Rouhani ræddi við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag og sagðist hann vilja að þau Evrópuríki sem koma að samkomulaginu tryggðu Íran aðgang að bankaþjónustu og tryggðu að Íran gæti selt olíu áfram.Ríkismiðill Íran hefur eftir Rouhani að hann hafi sagt Macron að Íranir hafi fylgt samkomulaginu að fullu og hann ætlaðist til þess að það væri áfram gilt.Bandaríkin hafa beitt Íran viðskiptaþvingunum að nýju og hefur efnahagur Íran farið versnandi síðan Trump dró Bandaríkin frá samkomulaginu. Íranir hafa síðan þá hótað að grípa til hernaðaraðgerða í Persaflóa og koma í veg fyrir að önnur ríki svæðisins, Írak og Sádi-Arabía, geti flutt olíu sína úr landi þá leið. Yfirmaður sjóhers Íran sagði í dag að Íran stjórnaði Hormuz sundi að fullu og Bandaríkin ættu að flytja flota sinn frá Persaflóa. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði á Twitter í kvöld og sagði Íran ekki eiga rétt á sundinu. Það væri alþjóðlegt hafsvæði og Bandaríkin myndu starfa með bandamönnum sínum í að tryggja frjálsar siglingar um svæðið.The Islamic Republic of Iran does not control the Strait of Hormuz. The Strait is an international waterway. The United States will continue to work with our partners to ensure freedom of navigation and free flow of commerce in international waterways.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 27, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29 Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29
Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04
Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30