Forseti Íran vill bjarga samkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 23:37 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, kallaði í dag eftir því að þjóðir sem skrifuðu undir kjarnorkusamkomulagið héldu því gangandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu fyrr á árinu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Rouhani ræddi við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag og sagðist hann vilja að þau Evrópuríki sem koma að samkomulaginu tryggðu Íran aðgang að bankaþjónustu og tryggðu að Íran gæti selt olíu áfram.Ríkismiðill Íran hefur eftir Rouhani að hann hafi sagt Macron að Íranir hafi fylgt samkomulaginu að fullu og hann ætlaðist til þess að það væri áfram gilt.Bandaríkin hafa beitt Íran viðskiptaþvingunum að nýju og hefur efnahagur Íran farið versnandi síðan Trump dró Bandaríkin frá samkomulaginu. Íranir hafa síðan þá hótað að grípa til hernaðaraðgerða í Persaflóa og koma í veg fyrir að önnur ríki svæðisins, Írak og Sádi-Arabía, geti flutt olíu sína úr landi þá leið. Yfirmaður sjóhers Íran sagði í dag að Íran stjórnaði Hormuz sundi að fullu og Bandaríkin ættu að flytja flota sinn frá Persaflóa. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði á Twitter í kvöld og sagði Íran ekki eiga rétt á sundinu. Það væri alþjóðlegt hafsvæði og Bandaríkin myndu starfa með bandamönnum sínum í að tryggja frjálsar siglingar um svæðið.The Islamic Republic of Iran does not control the Strait of Hormuz. The Strait is an international waterway. The United States will continue to work with our partners to ensure freedom of navigation and free flow of commerce in international waterways.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 27, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29 Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, kallaði í dag eftir því að þjóðir sem skrifuðu undir kjarnorkusamkomulagið héldu því gangandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu fyrr á árinu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Rouhani ræddi við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag og sagðist hann vilja að þau Evrópuríki sem koma að samkomulaginu tryggðu Íran aðgang að bankaþjónustu og tryggðu að Íran gæti selt olíu áfram.Ríkismiðill Íran hefur eftir Rouhani að hann hafi sagt Macron að Íranir hafi fylgt samkomulaginu að fullu og hann ætlaðist til þess að það væri áfram gilt.Bandaríkin hafa beitt Íran viðskiptaþvingunum að nýju og hefur efnahagur Íran farið versnandi síðan Trump dró Bandaríkin frá samkomulaginu. Íranir hafa síðan þá hótað að grípa til hernaðaraðgerða í Persaflóa og koma í veg fyrir að önnur ríki svæðisins, Írak og Sádi-Arabía, geti flutt olíu sína úr landi þá leið. Yfirmaður sjóhers Íran sagði í dag að Íran stjórnaði Hormuz sundi að fullu og Bandaríkin ættu að flytja flota sinn frá Persaflóa. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði á Twitter í kvöld og sagði Íran ekki eiga rétt á sundinu. Það væri alþjóðlegt hafsvæði og Bandaríkin myndu starfa með bandamönnum sínum í að tryggja frjálsar siglingar um svæðið.The Islamic Republic of Iran does not control the Strait of Hormuz. The Strait is an international waterway. The United States will continue to work with our partners to ensure freedom of navigation and free flow of commerce in international waterways.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 27, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29 Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29
Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04
Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30