Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 21:38 Lögreglan segir hann hafa borið tvö skotvopn, sem hann keypti löglega, en hann beitti bara öðru þeirra. Vísir/AP David Katz, sem myrti þá Elijah Clayton og Taylor Robertsson og særði tíu til viðbótar í skotárás í Flórída í gær, hafði verið lagður inn á sjúkrahús vegna geðrænna vandamála á sínum yngri árum. Hann hafði verið á geðlyfjum og lyfjum við þunglyndi. Það kom í ljós í dómsskjölum vegna skilnaðar foreldra hans fyrir ellefu árum, sem AP fréttaveitan gróf upp. Þau voru verulega ósammála um hvernig bregðast ætti við veikindum hans og faðir hans sagði móður hans ýkja veikindin. Hann keypti þó tvö skotvopn með löglegum hætti. Móðir Katz, Elizabeth Katz, sagði í dómssal árið 2007 að sonur sinn, sem var 24 ára gamall þegar hann dó í gær, hefði oft á tíðum neitað að fara í skóla og að baða sig og hefði varið nánast öllum sínum tíma í að spila tölvuleiki. Hún sagði sömuleiðis frá því að þegar hún tók leikjatölvu hans af honum svo hann gæti ekki spilað langt fram á nótt kom hún að honum um miðja nótt gangandi í hringi í húsi þeirra. Eitt sinn, þegar hún hafði tekið tölvu hans og læst hana inn í svefnherbergi þeirra hjóna, braut David sér leið í gegnum hurðina. Hún sagði hann eiga það til að hringa sig upp og gráta.Sagði móðir David vera með „þráhyggju“ Faðir David sagði hins vegar að fyrrverandi eiginkona sín hefði „þráhyggju“ gagnvart því að leita til sálfræðinga. Hann sakaði hana um að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum og vísaði til atviks þar sem sonur þeirra var handjárnaður eftir að hafa læst sig inn í bíl þegar hann vildi ekki vera lagður inn. Hún fékk forræði yfir David en árið 2010 skrifaði hann bréf til dómara þar sem hann bað um að fá að búa með föður sínum. Hann sagði móður sína vera „klikkaða“, hún væri sífellt að hringja á lögregluna og drykki mikið. Blaðamenn AP segja dómsskjölin sína fram á að móðir David hringdi eitt sinn í Neyðarlínuna og sakaði David um „misþyrmingu“ með því að hafa komið seint heim eftir heimsókn til föður síns. Starfsmaður Neyðarlínunnar hló svo þegar hún sagði hann hafa ráðist á sig og reynt að ná stjórn á sjónvarpinu. Degi seinna var hann sendur í til Arizona í afskekktar búðir í hundrað daga. Lögreglan í Flórída hefur nafngreint þá sem myrtir voru af David Katz á Madden 19 móti í gær. Þeir hétu Elijah Clayton, 22 ára, og Taylor Robertsson, 28, ára. Katz beindi svo byssunni að sjálfum sér eftir að hafa sært tíu til viðbótar.Skaut sérstaklega á keppendur Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna Katz ganga beina leið í gegnum veitingastað og inn í salinn þar sem mótið fór fram. Þá hóf hann skothríð úr skammbyssu. Lögreglan segir hann hafa borið tvö skotvopn en hann beitti bara öðru þeirra. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
David Katz, sem myrti þá Elijah Clayton og Taylor Robertsson og særði tíu til viðbótar í skotárás í Flórída í gær, hafði verið lagður inn á sjúkrahús vegna geðrænna vandamála á sínum yngri árum. Hann hafði verið á geðlyfjum og lyfjum við þunglyndi. Það kom í ljós í dómsskjölum vegna skilnaðar foreldra hans fyrir ellefu árum, sem AP fréttaveitan gróf upp. Þau voru verulega ósammála um hvernig bregðast ætti við veikindum hans og faðir hans sagði móður hans ýkja veikindin. Hann keypti þó tvö skotvopn með löglegum hætti. Móðir Katz, Elizabeth Katz, sagði í dómssal árið 2007 að sonur sinn, sem var 24 ára gamall þegar hann dó í gær, hefði oft á tíðum neitað að fara í skóla og að baða sig og hefði varið nánast öllum sínum tíma í að spila tölvuleiki. Hún sagði sömuleiðis frá því að þegar hún tók leikjatölvu hans af honum svo hann gæti ekki spilað langt fram á nótt kom hún að honum um miðja nótt gangandi í hringi í húsi þeirra. Eitt sinn, þegar hún hafði tekið tölvu hans og læst hana inn í svefnherbergi þeirra hjóna, braut David sér leið í gegnum hurðina. Hún sagði hann eiga það til að hringa sig upp og gráta.Sagði móðir David vera með „þráhyggju“ Faðir David sagði hins vegar að fyrrverandi eiginkona sín hefði „þráhyggju“ gagnvart því að leita til sálfræðinga. Hann sakaði hana um að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum og vísaði til atviks þar sem sonur þeirra var handjárnaður eftir að hafa læst sig inn í bíl þegar hann vildi ekki vera lagður inn. Hún fékk forræði yfir David en árið 2010 skrifaði hann bréf til dómara þar sem hann bað um að fá að búa með föður sínum. Hann sagði móður sína vera „klikkaða“, hún væri sífellt að hringja á lögregluna og drykki mikið. Blaðamenn AP segja dómsskjölin sína fram á að móðir David hringdi eitt sinn í Neyðarlínuna og sakaði David um „misþyrmingu“ með því að hafa komið seint heim eftir heimsókn til föður síns. Starfsmaður Neyðarlínunnar hló svo þegar hún sagði hann hafa ráðist á sig og reynt að ná stjórn á sjónvarpinu. Degi seinna var hann sendur í til Arizona í afskekktar búðir í hundrað daga. Lögreglan í Flórída hefur nafngreint þá sem myrtir voru af David Katz á Madden 19 móti í gær. Þeir hétu Elijah Clayton, 22 ára, og Taylor Robertsson, 28, ára. Katz beindi svo byssunni að sjálfum sér eftir að hafa sært tíu til viðbótar.Skaut sérstaklega á keppendur Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna Katz ganga beina leið í gegnum veitingastað og inn í salinn þar sem mótið fór fram. Þá hóf hann skothríð úr skammbyssu. Lögreglan segir hann hafa borið tvö skotvopn en hann beitti bara öðru þeirra. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56
337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15