Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 12:00 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville í gær. Skjáskot/EA Sports Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56