Langtímaspáin ber með sér bleytu og kulda Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:17 Fólk ætti að klæða sig í hlý regnföt ef marka má langtímaspá Einars Sveinbjörnssonar. VÍSIR/STEFÁN Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands. Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10