Áratugur breytinga: Neysla og neyslumynstur Matthías Þorvaldsson skrifar 22. ágúst 2018 07:01 Áratugur er brátt liðinn síðan efnahagshrunið reið yfir. Margir segja að hrunið hafi breytt hegðun fólks, að minnsta kosti til skamms tíma. Innflutningur nýrra bíla hafi lagst að stórum hluta af fyrst eftir hrun, en að bílapartasölur og bifreiðaverkstæði hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ferðalög hafi aukist mikið innanlands á kostnað utanlandsferða, fólk hafi þurft að spara peninginn í stað þess að eyða honum í eitthvað misgáfulegt, ferðamáti hafi almennt breyst í þá veru að einkabíllinn var hvíldur eða seldur, ganga, hlaup, hjólreiðar og almenningssamgöngur hafi komið í staðinn, umhverfisvænni ferðamátar. Þá var rætt um að fólk hefði farið að hittast meira og að matarboðum hefði fjölgað. Hér verður skoðað hvernig þessir þættir þróuðust og hvernig staðan er í dag, en Gallup rannsakar fjölmarga þætti sem gætu varpað ljósi á málið.Bílaviðgerðir Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup árin 2008 og 2009 sögðust einungis 53% svarenda láta gera við heimilisbílinn á almennu bifreiðaverkstæði. Þetta hlutfall hefur æ síðan mælst hærra og er nær alltaf talsvert yfir 60%.Ferðalög Þegar fólk var spurt hvort það hefði ferðast eitthvað innanlands á síðastliðnum 12 mánuðum, sögðust að meðaltali 84% hafa gert það árin 2008 til 2010, en þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðan þá og er meðaltal síðustu þriggja ára (árin 2015 til 2017) nú tæplega 79%. Ekki stórkostleg breyting, en einhver vísbending um að skammtíma áherslubreyting hafi orðið hjá fólki í ferðavali í kjölfar hruns. Ferðum Íslendinga til útlanda hefur fjölgað svo um munar á síðastliðnum áratug. Þannig fóru tæplega 49% landsmanna í minnst eina utanlandsferð (í frí) árin 2008 til 2009,n þetta hlutfall fyrir árin 2016 og 2017 er ríflega 76%. Þá hefur fjöldi þeirra sem fara fimm eða fleiri ferðir í frí á ári hvorki meira né minna en þrettánfaldast á milli áranna 2009 og 2017 (úr 0,5% í 6,6%). Aukin samkeppni, lægra verð, meira framboð, aukið úrval. Í utanlandsferðum hefur á síðasta áratug orðið alger sprenging í neyslumynstri Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni enn.Matargestir Hversu oft færð þú matargesti? Aðspurð sögðust 83% Íslendinga fá matargesti minnst fimm sinnum árlega árið 2008. Þetta hlutfall hélst nánast óbreytt í sex ár, eða til ársins 2013. Árin 2014 til 2016 mældist það um 77% og í fyrra féll það aftur, eða í 72%. Matarboðum virðist þannig vera að fækka hjá Íslendingum. Skyldi það vera af því að þeir eru oftar í útlöndum?Ferðamáti – strætó og reiðhjól Undanfarna mánuði hefur verið fjallað mikið um almenningssamgöngur, ekki síst borgarlínu. Í þeirri umræðu hefur verið minnst á hversu hægt gengur að auka notkun fólks á strætó, en hlutdeild strætó í ferðamáta hefur verið um 4% og hefur það hlutfall lítið breyst frá árinu 2011 samkvæmt ferðavenjukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir SSH og Vegagerðina. Það gengur misvel að fá Íslendinga til að nota reiðhjól. Þannig hefur reiðhjólaeign landsmanna breyst lítið á síðastliðnum áratug, en engu að síður jókst hlutdeild hjólreiða sem ferðamáta úr 4% í 6% milli áranna 2014 og 2017 samkvæmt áðurnefndri ferðavenjukönnun.Neysla og sparnaður Gallup hefur síðastliðin níu ár beðið fólk að áætla hversu hárri upphæð í krónum það eyðir í daglega neyslu sína, þ.e. í mat, drykk, hreinlætisvörur, föt, skemmtanir og þess háttar, en ekki stærri innkaup svo sem húsnæði og bíla. Meðalupphæðdaglegrar neyslu hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund krónum í næstum 6 þúsund á árunum 2010 til 2018. Þegar upphæðir fyrri ára eru á hinn bóginn skoðaðar á núvirði, má draga þá ályktun að dagleg neysla fólks hafi dregist aðeins saman á þessu níu ára tímabili. Ef það er rétt að dagleg neysla hafi dregist saman eða í besta falli staðið í stað undanfarinn áratug, er fólk þá að spara meira? Gallup biður fólk í sífellu um að meta fjárhagsstöðu heimilisins: Er verið að safna skuldum, ganga á sparifé til að ná endum saman, standa á sléttu, hvort hægt sé að spara svolítið, eða talsvert. Hlutfall þeirra sem geta safnað sparifé hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fyrstu fjögur árin eftir hrun (2008-2011) lækkaði þetta hlutfall úr ríflega 61% í 36–41%, hélst á því bili til ársins 2014, en hefur síðan þá hækkað aftur og hefur reyndar aldrei mælst hærra en núna (2018), eða í rétt tæplega 63%.Að lokum Alkunna er að besta forspá um hegðun fólks er fyrri hegðun þess. Íslenska efnahagsáfallið markaði upphafið að áratug breytinga og það breytti vissulega hegðun fólks sé tekið mið af fyrrgreindum niðurstöðum. Sumt breyttist mikið og er enn að breytast. Ferðamannaiðnaðurinn er til dæmis á vegferð semerennaðtakaásigmyndog stafræna byltingin er vel þekkt, hún er í fullum gangi. Samfélagslegt hlutverk Gallup á Íslandi felst að stórum hluta í að fylgjast reglulega með ótal þáttum mannlífsins og greina frá þróun þeirra yfir tíma. Gallup mun áfram fylgjast með framvindunni. Og segja frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugur er brátt liðinn síðan efnahagshrunið reið yfir. Margir segja að hrunið hafi breytt hegðun fólks, að minnsta kosti til skamms tíma. Innflutningur nýrra bíla hafi lagst að stórum hluta af fyrst eftir hrun, en að bílapartasölur og bifreiðaverkstæði hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Ferðalög hafi aukist mikið innanlands á kostnað utanlandsferða, fólk hafi þurft að spara peninginn í stað þess að eyða honum í eitthvað misgáfulegt, ferðamáti hafi almennt breyst í þá veru að einkabíllinn var hvíldur eða seldur, ganga, hlaup, hjólreiðar og almenningssamgöngur hafi komið í staðinn, umhverfisvænni ferðamátar. Þá var rætt um að fólk hefði farið að hittast meira og að matarboðum hefði fjölgað. Hér verður skoðað hvernig þessir þættir þróuðust og hvernig staðan er í dag, en Gallup rannsakar fjölmarga þætti sem gætu varpað ljósi á málið.Bílaviðgerðir Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup árin 2008 og 2009 sögðust einungis 53% svarenda láta gera við heimilisbílinn á almennu bifreiðaverkstæði. Þetta hlutfall hefur æ síðan mælst hærra og er nær alltaf talsvert yfir 60%.Ferðalög Þegar fólk var spurt hvort það hefði ferðast eitthvað innanlands á síðastliðnum 12 mánuðum, sögðust að meðaltali 84% hafa gert það árin 2008 til 2010, en þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðan þá og er meðaltal síðustu þriggja ára (árin 2015 til 2017) nú tæplega 79%. Ekki stórkostleg breyting, en einhver vísbending um að skammtíma áherslubreyting hafi orðið hjá fólki í ferðavali í kjölfar hruns. Ferðum Íslendinga til útlanda hefur fjölgað svo um munar á síðastliðnum áratug. Þannig fóru tæplega 49% landsmanna í minnst eina utanlandsferð (í frí) árin 2008 til 2009,n þetta hlutfall fyrir árin 2016 og 2017 er ríflega 76%. Þá hefur fjöldi þeirra sem fara fimm eða fleiri ferðir í frí á ári hvorki meira né minna en þrettánfaldast á milli áranna 2009 og 2017 (úr 0,5% í 6,6%). Aukin samkeppni, lægra verð, meira framboð, aukið úrval. Í utanlandsferðum hefur á síðasta áratug orðið alger sprenging í neyslumynstri Íslendinga og sér ekki fyrir endann á henni enn.Matargestir Hversu oft færð þú matargesti? Aðspurð sögðust 83% Íslendinga fá matargesti minnst fimm sinnum árlega árið 2008. Þetta hlutfall hélst nánast óbreytt í sex ár, eða til ársins 2013. Árin 2014 til 2016 mældist það um 77% og í fyrra féll það aftur, eða í 72%. Matarboðum virðist þannig vera að fækka hjá Íslendingum. Skyldi það vera af því að þeir eru oftar í útlöndum?Ferðamáti – strætó og reiðhjól Undanfarna mánuði hefur verið fjallað mikið um almenningssamgöngur, ekki síst borgarlínu. Í þeirri umræðu hefur verið minnst á hversu hægt gengur að auka notkun fólks á strætó, en hlutdeild strætó í ferðamáta hefur verið um 4% og hefur það hlutfall lítið breyst frá árinu 2011 samkvæmt ferðavenjukönnun sem Gallup framkvæmir fyrir SSH og Vegagerðina. Það gengur misvel að fá Íslendinga til að nota reiðhjól. Þannig hefur reiðhjólaeign landsmanna breyst lítið á síðastliðnum áratug, en engu að síður jókst hlutdeild hjólreiða sem ferðamáta úr 4% í 6% milli áranna 2014 og 2017 samkvæmt áðurnefndri ferðavenjukönnun.Neysla og sparnaður Gallup hefur síðastliðin níu ár beðið fólk að áætla hversu hárri upphæð í krónum það eyðir í daglega neyslu sína, þ.e. í mat, drykk, hreinlætisvörur, föt, skemmtanir og þess háttar, en ekki stærri innkaup svo sem húsnæði og bíla. Meðalupphæðdaglegrar neyslu hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund krónum í næstum 6 þúsund á árunum 2010 til 2018. Þegar upphæðir fyrri ára eru á hinn bóginn skoðaðar á núvirði, má draga þá ályktun að dagleg neysla fólks hafi dregist aðeins saman á þessu níu ára tímabili. Ef það er rétt að dagleg neysla hafi dregist saman eða í besta falli staðið í stað undanfarinn áratug, er fólk þá að spara meira? Gallup biður fólk í sífellu um að meta fjárhagsstöðu heimilisins: Er verið að safna skuldum, ganga á sparifé til að ná endum saman, standa á sléttu, hvort hægt sé að spara svolítið, eða talsvert. Hlutfall þeirra sem geta safnað sparifé hefur breyst mikið undanfarinn áratug. Fyrstu fjögur árin eftir hrun (2008-2011) lækkaði þetta hlutfall úr ríflega 61% í 36–41%, hélst á því bili til ársins 2014, en hefur síðan þá hækkað aftur og hefur reyndar aldrei mælst hærra en núna (2018), eða í rétt tæplega 63%.Að lokum Alkunna er að besta forspá um hegðun fólks er fyrri hegðun þess. Íslenska efnahagsáfallið markaði upphafið að áratug breytinga og það breytti vissulega hegðun fólks sé tekið mið af fyrrgreindum niðurstöðum. Sumt breyttist mikið og er enn að breytast. Ferðamannaiðnaðurinn er til dæmis á vegferð semerennaðtakaásigmyndog stafræna byltingin er vel þekkt, hún er í fullum gangi. Samfélagslegt hlutverk Gallup á Íslandi felst að stórum hluta í að fylgjast reglulega með ótal þáttum mannlífsins og greina frá þróun þeirra yfir tíma. Gallup mun áfram fylgjast með framvindunni. Og segja frá.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun