Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:12 Bandarísku forsetahjónin, Melania og Donald Trump. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46