Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:12 Bandarísku forsetahjónin, Melania og Donald Trump. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Melania hefur lengi beitt sér fyrir öryggi og góðri hegðun á samfélagsmiðlum og hélt uppteknum hætti á ráðstefnu um eineltisforvarnir í Maryland í gær. „Samfélagsmiðlar eru óumflýjanlegur þáttur í lífi barna okkar í nútímasamfélagi. Hægt er að nota þá [samfélagsmiðla] á jákvæðan hátt en þeir geta einnig verið skaðlegir þegar þeir eru ekki notaðir rétt,“ sagði Melania í opnunarræðu ráðstefnunnar.„Versti forstjóri í sögunni“ Á sama tíma gagnrýndi eiginmaður Melaniu, Donald Trump, John Brennan, fyrrverandi yfirmann Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, harðlega á Twitter. Forsetinn afturkallaði nýlega öryggisheimild Brennan auk fleiri háttsettra fyrrverandi embættismanna. Á sunnudag sagðist Brennan íhuga að kæra þessa ákvörðun Donalds. Forsetinn sagði Brennan meðal annars „versta forstjóra CIA í sögu landsins okkar“. Þá sagðist Donald vona að Brennan héldi lögsókninni til streitu, þar sem þá fengist aðgangur að ýmsum gögnum hans og þar með kæmi í ljós hversu óhæfur hann hefði verið í starfi. Forsetinn hélt því einnig fram að Brennan hefði verið viðriðinn „nornaveiðar Muellers“, þ.e. rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.I hope John Brennan, the worst CIA Director in our country's history, brings a lawsuit. It will then be very easy to get all of his records, texts, emails and documents to show not only the poor job he did, but how he was involved with the Mueller Rigged Witch Hunt. He won't sue!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin Melania virðist ganga þvert á skoðanir eiginmanns síns. Hún lýsti til að mynda nýlega yfir ánægju með körfuboltamanninn LeBron James eftir að forsetinn hafði hallmælt honum opinberlega. Þá setti hún sig einnig upp á móti aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Donalds í málum innflytjendafjölskyldna sem koma ólöglega inn í Bandaríkin um landamærin við Mexíkó.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34 Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Melania og Ivanka ósammála forsetanum Konurnar sem eru hvað nánastar Bandaríkjaforsetanum, Donald Trump, hafa báðar gefið út yfirlýsingar í vikunni þar sem þær segjast ósammála forsetanum. 6. ágúst 2018 19:34
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Melania Trump segir LeBron gera góða hluti Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, segir LeBron James vera að gera góða hluti fyrir komandi kynslóðir. 4. ágúst 2018 22:46