Núvitund í skólum hefur jákvæð áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 20:30 Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira