Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2025 19:15 Steina Gunnarsdóttir er doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Bjarni Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“ Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“
Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32