Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2025 19:15 Steina Gunnarsdóttir er doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Bjarni Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“ Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“
Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32