Trump stöðvar launahækkanir opinberra starfsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 21:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43