Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2018 07:56 Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. Vísir/ap Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52