Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2018 07:56 Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. Vísir/ap Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52