Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2018 20:45 Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. Það hvað Ísland sé dýr áfangastaður leiði til þess að fleiri ferðamenn haldi sig við Suðvesturhornið og láti það eiga sig að halda út á land.Greint var frá því á fréttavefnum Túrista.is að samdráttur hafi verið á fjölda gistinátta útlendinga hér á landi í júlí miðað við júlí í fyrra. Samdrátturinn nær til allra landsvæða nema Suðurlands og er hann mestur á Norður- og Austurlandi, á milli 10 og 12 prósent á milli ára.Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að skýringuna megi rekja til þess að dýrt sé fyrir ferðamenn að lengja ferðir sínar hér á landi til þess að fara út fyrir Suðvesturhornið. „Það er lengra að koma út á land, Austurland, Norðurland og Vestfirðir finna vel fyrir því að ferðahegðunin er að breytast. Það hefur verið minni vöxtur núna í ár en undanfarin ár,“ segir Arnheiður.Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/SamsettGæti orðið erfitt fyrir minni aðila en bjartsýni gætir þó Af þessu hafa ferðaþjónuaðilar á Norðurlandi áhyggjur og barist er um hvern kúnna. „Það hefur verið ákveðið verðstríð í sumar, barátta um hvern aðila sem er. Menn hafa verið að lækka verð hjá sér. Það er ekki bara það að það hafi verið að fækka ferðamönnum heldur er að verða minna sem kemur frá hverjum þeirra,“ segir Arnheiður. Ljóst sé að vegna þess geti minni aðilar á markaði lenti í erfiðleikum og að mögulega muni koma til samþjöppunar á ferðaþjónustumarkaði á Norðurlandi. Því sé til að mynd mjög horft til millilandaflugs frá Bretlandi til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem hefst á ný í vetur, en tvöfalda á fjölda ferða frá síðasta vetri, úr 14 í 29. „Við eigum eftir að sjá einhverjar breytingar verða í vetur en svo erum við líka að sjá aukna bjartsýni afþví að við höfum verið að ná inn flugi yfir vetrartímann og það skiptir okkur miklu máli að ná að lengja ferðamannatímann að þetta sé ekki bara þriggja mánaða toppur sem menn þurfa að lifa á,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39
Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu. 13. maí 2018 19:04