Gömlu Boston Celtics liðfélagarnir enn í fýlu út í Ray Allen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 23:30 Ray Allen með Paul Pierce og Kevin Garnett meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa. Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið. Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara. Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat. Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa. Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni. Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen tells me none of his old Celtics teammates have reached out about his HoF induction. He said the whole situation has "bothered me; Ive always hated to have any ill will or animosity in the airwaves. But I’m not throwing it out there. I'm just happy to be moving forward" pic.twitter.com/MM7d0ZMGN0 — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 7, 2018Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld. Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa. Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið. Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara. Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat. Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa. Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni. Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen tells me none of his old Celtics teammates have reached out about his HoF induction. He said the whole situation has "bothered me; Ive always hated to have any ill will or animosity in the airwaves. But I’m not throwing it out there. I'm just happy to be moving forward" pic.twitter.com/MM7d0ZMGN0 — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 7, 2018Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld. Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira