Barcelona lenti 1-0 undir en vann svo 8-2 Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2018 18:30 Börsungar fagna marki í kvöld. Vísir/Getty Barcelona gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Huesca, 8-2, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Barcelona er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Börsungar lentu undir á þriðju mínútu en komust svo í 3-1 fyrir leikhlé með mörkum frá Lionel Messi Luis Suarez og sjálfsmarki Jorge Pulido. Alex Gallar minnkaði muninn fyrir Huesca fyrir leikhlé og staðan 3-2. Börsungar buðu hins vegar upp á sýningu í síðari hálfleik og skoruðu fimm mörk. Ousmane Dembele, Ivan Rakitic, Lionel Messi, Jordi Alba og Luis Suarez skoruðu mörkin fimm í síðari hálfleik og sýning Barcelona endaði með 8-2 sigri. Barcelona er með níu stig rétt eins og Real Madri á toppi deildarinnar. Spænski boltinn
Barcelona gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Huesca, 8-2, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Barcelona er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Börsungar lentu undir á þriðju mínútu en komust svo í 3-1 fyrir leikhlé með mörkum frá Lionel Messi Luis Suarez og sjálfsmarki Jorge Pulido. Alex Gallar minnkaði muninn fyrir Huesca fyrir leikhlé og staðan 3-2. Börsungar buðu hins vegar upp á sýningu í síðari hálfleik og skoruðu fimm mörk. Ousmane Dembele, Ivan Rakitic, Lionel Messi, Jordi Alba og Luis Suarez skoruðu mörkin fimm í síðari hálfleik og sýning Barcelona endaði með 8-2 sigri. Barcelona er með níu stig rétt eins og Real Madri á toppi deildarinnar.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti