Sport

Indónesía vill halda Ólympíuleikana árið 2032

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Indónesískir íþróttamenn á opnunarhátíð Asíuleikanna
Indónesískir íþróttamenn á opnunarhátíð Asíuleikanna Getty
Forseti Indónesíu, Joko Widodo hefur tilkynnt að þjóð hans, muni sækjast eftir því að halda Ólympíuleikana, sem og Ólympíuleika fatlaðra árið 2032.

Þetta var tilkynnt eftir fund með forseta alþjóða Ólympíusambandsins.

Indónesía er þessa stundina að halda Asíuleikana, sem eru aðrir stærstu íþróttaleikar í heiminum, á eftir Ólympíuleikunum.

Indland, Ástralía og Kína hafa einnig sýnt áhuga á að halda leikana.

Um 12.000 íþróttamenn frá 45 löndum eru nú að keppa á Asíuleikunum sem haldnir eru í Indónesíu.

Leikarnir áttu að vera haldnir í Víetnam en fyrir fjórum árum síðan ákvað landið að hætta við að halda leikana vegna fjárhagsvandræða.

Indónesía er fjórða fjölmennasta land heims og samkvæmt spám, mun efnahagskerfi landsins verða eitt af tíu stærstu efnahagskerfum heims fyrir árið 2030.

„Eftir frábæra reynslu af Asíuleikunum, teljum við nú, að við getum haldið stærstu íþróttaleika í heimi,“ sagði Widodo, forseti Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×