Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2018 13:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00