Lögleiðing hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa Baldur Thorlacius skrifar 19. september 2018 09:00 Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.Breytingin fól í sér að undanþágur frá kröfum sem gilda að jafnaði um almenn útboð, svo sem varðandi aðkomu fjármálafyrirtækis og gerð svokallaðrar lýsingar, voru rýmkaðar til muna.Umræddar kröfur eru til þess fallnar að hækka kostnað við almenn útboð að svo miklu leyti að smærri fyrirtæki, sem segja má að geti haft mestan hag af slíkri fjármögnun, voru því sem næst útilokuð frá því að nýta sér þennan möguleika án undanþágu.Áður fyrr áttu umræddar undanþáguheimildir einungis við ef fjárhæð þess sem aflað var í útboði var undir 100 þúsundum evra, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Var sú fjárhæð talin það lág að hún gæti tæplega gagnast neinum. Með áðurnefndum breytingum var fjárhæðin hækkuð í tvær og hálfa milljón evra, jafnvirði 320 milljóna króna, sem gjörbreytir þeirri stöðu.Höfundur bókarinnar „Equity Crowdfunding: The Complete Guide for Startups and Growing Companies“ hefur gengið svo langt að tala um „lögleiðingu“ hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa (e. legalization of equity crowdfunding) þegar hann ræðir samsvarandi breytingar á regluverki annarra Evrópuþjóða, sem voru í flestum tilfellum gerðar talsvert fyrr.Endurspeglar þetta orðalag þá staðreynd að hópfjármögnun með sölu hlutabréfa er nú orðin að raunhæfum kosti við fjármögnun smærri fyrirtækja, svo sem í tengslum við skráningu þeirra á First North markaðinn.Það er því full ástæða til að vekja enn og aftur athygli á þessum möguleika.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar